Um Spirit og Dyaco

Sagan á bak við framleiðandann

Framleiðsla á Spirit þrektækjunum hófst í Bandaríkjunum árið 1983 en Spirit er nú eitt þekktasta vörumerkið á sínu sviði. Tækin eru þekkt fyrir mikil gæði og góð verð í samanburði við keppinauta sína. Spirit býður upp á tæknilegar nýjungar eins og 15,6” snertiskjá með sjónvarpi ásamt smáforritum og skjáspeglun fyrir iOS og Android tæki.

Spirit er nú í eigu Dyaco International sem er einn stærsti framleiðandi þrektækja í heiminum í dag. Spirit Commercial línan er nú kynnt á Íslandi en það eru þrektæki fyrir líkamsræktarstöðvar og aðrar stofnanir þar sem tækin eru undir stöðugu álagi. Þessi tæki eru slitsterkari en samskonar tæki sem ætluð eru til heimanotkunar. Slík heimilislína er einnig fáanleg frá Spirit og verður síðar kynnt til sögunnar.

vörumerki Spirit
vörumerki Dyaco
Shopping Cart